Í gær léku stelpurnar okkar gegn liði Argentínu á Baltic Handball Cup sem fram fer í Gdansk.

Eftir sex mínútna leik var staðan 3 – 3 og eftir þá tók Ísland leikinn yfir og staðan í hálfleik var 18 – 12. Argentína byrjaði seinni hálfleikinn vel og náði að jafna leikinn þegar 15 mínútur voru liðnar af seinni hálfleik og staðan orðin 22 – 22. Þá keyrðu stelpurnar okkar sig í gang og sigu fram úr að nýju og leikurinn endaði 31 – 26.

Ragnheiður Júlíusdóttir var kjörin besti leikmaður Íslands í leiknum.

Mörk Íslands skoruðu: Ragnheiður Júlíusdóttir 6, Stefanía Theodórsdóttir 6, Arna Sif Pálsdóttir 4, Birna Berg Haraldsdóttir 3, Helena Rut Örvarsdóttir 3, Díana Dögg Magnúsdóttir 3, Steinunn Björnsdóttir 3, Andrea Jacobsen 1, Eva Björk Davíðsdóttir 1, Thea Imani Sturludóttir 1, Perla Ruth Albertsdóttir 1.

Elín Jóna Þorsteinsdóttir varði 13 skot.

Í dag klukkan 17:30 að íslenskum tíma leika stelpurnar okkar við lið Slóvakíu.

View this post on Instagram

Í gær léku stelpurnar okkar gegn liði Argentínu á Baltic Handball Cup sem fram fer í Gdansk. Eftir sex mínútna leik var staðan 3 – 3 og eftir þá tók Ísland leikinn yfir og staðan í hálfleik var 18 – 12. Argentína byrjaði seinni hálfleikinn vel og náði að jafna leikinn þegar 15 mínútur voru liðnar af seinni hálfleik og staðan orðin 22 – 22. Þá keyrðu stelpurnar okkar sig í gang og sigu fram úr að nýju og leikurinn endaði 31 – 26. Ragnheiður Júlíusdóttir var kjörin besti leikmaður Íslands í leiknum. Mörk Íslands skoruðu: Ragnheiður Júlíusdóttir 6, Stefanía Theodórsdóttir 6, Arna Sif Pálsdóttir 4, Birna Berg Haraldsdóttir 3, Helena Rut Örvarsdóttir 3, Díana Dögg Magnúsdóttir 3, Steinunn Björnsdóttir 3, Andrea Jacobsen 1, Eva Björk Davíðsdóttir 1, Thea Imani Sturludóttir 1, Perla Ruth Albertsdóttir 1. Elín Jóna Þorsteinsdóttir varði 13 skot. Í dag klukkan 17:30 að íslenskum tíma leika stelpurnar okkar við lið Slóvakíu. #stelpurnarokkar #handbolti

A post shared by
Handknattleikssamband Íslands (@hsi_iceland) on