Stelpurnar okkar mæta Slóvakíu öðru sinni í dag kl. 16.00 að íslenskum tíma.

Íslenska liðið hafði tveggja marka sigur í gær, 28-26 þar sem Birna Berg Haraldsdóttir og Þórey Rósa Stefánsdóttir voru atkvæðamestar í íslenska liðinu með 7 mörk hvor. Axel Stefánsson þjálfari liðsins var sérstaklega ánægður með varnarleikinn og hraðaupphlaupin í viðtali eftir leik í gær.

Í dag er leikið í Trencin, sem er 3-4 km frá Púchov þar sem liðin léku í gær.

Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á youtube rás Slóvakíska handknattleikssambandsins: