Axel Stefánsson hefur gert eina breytingu á landsliðshópnum sem heldur til Póllands í fyrramálið.

Mariam Eradze leikmaður Toulon hefur dregið sig úr landsliðshópnum vegna meiðsla og hefur Ragnheiður Júlíusdóttir leikmaður Fram verið kölluð inn í landshópinn í hennar stað.

Leikjaplan íslenska liðsins er eftirfarandi:

22.mar kl. 16.15               ÍSLAND – Pólland

23.mar kl. 19.30               ÍSLAND – Angóla

24.mar kl. 17.30               ÍSLAND – Slóvakía

*ATH íslenskir leiktímar