Í leik Íslands og Noregs í gær tóku sig upp meiðsli hjá Lovísu Thompson og heldur hún því nú heim á leið í dag.

Sandra Erlingsdóttir kemur í hópinn í stað Lovísu og fer hún til Noregs síðar í dag. Sandra fer með liðinu til Spánar á morgun, en stelpurnar okkar mæta Spánverjum í fyrri umspilsleik um laust sæti á HM á föstudaginn.

Miðasala er í fullum gangi fyrir heimaleikinn gegn Spánverjum en sá leikur fer fram fimmtudaginn 6. júní kl. 19.45 í Laugardalshöll.
Hægt er að nálgast miða á TIX.is