Stelpurnar okkar mæta Slóvakíu í vináttulandsleik í dag kl. 16.30.

Liðin hafa mæst fjórum sinnum á undanförnum 5 árum og hafa leikirnir ávallt verið jafnir og skemmtilegir. Síðast mættust liðin í október 2016 á æfingamóti í Póllandi þar sem íslenska liðið hafði eins marks sigur, 26-25.

Leikurinn í dag fer fram í STC Arena í Púchov í Slóvakíu, 20.000 manna bæ skammt frá landamærum Tékklands.

Bein útsendingu frá leiknum má finna hér fyrir neðan: