A landslið kvenna tapaði fyrir Dönum 14-29 í Laugardalshöll í dag.

Fyrri hálfleikurinn var stelpunum okkar erfiður og þá sérstaklega sóknarlega, illa gekk að skora og þá átti danski markvörðurinn stórleik. Danir höfðu 9 marka forystu í hálfleik, 4-13.

Batamerki mátti sjá á sóknarleik liðsins strax í upphafi síðari hálfleiks en danska liðið var því miður einu númeri of stórt í dag. Þrátt fyrir fína baráttu frá íslenska liðinu í síðari hálfleik þá voru það Danir sem höfðu sigur, 14-29.

Markarskorar Íslands:

Arna Sif Pálsdóttir 3, Lovísa Thompson 3, Þórey Rósa Stefánsdóttir 2, Birna Berg Haralsdóttir 2, 

Helena Rut Örvarsdóttir 2, Thea Imani Sturludóttir 1, Ester Óskarsdóttir 1.

Guðrún Ósk Maríasdóttir varði 10 skot í íslenska markinu.