Ísland og Slóvakía mættust öðru sinni á jafn mörgum dögum í Trencin í Slóvakíu í dag.Stelpurnar okkar vildu fylgja eftir góðum sigri í gær og mættu grimmar til leiks. Heimamenn höfðu þó frumkvæðið til að byrja með án þess þó að ná að hrista íslenska liðið af sér og fór svo að stelpurnar jöfnuðu leikinn 10-10 rétt áður en hálfleikurinn var úti.

Íslenska liðið tók strax forystu í seinni hálfleik og jók muninn mest í tvö mörk eða allt þar til Slóvakarnir komu til baka og jöfnuðu leikinn 18-18 á 46. mínútu. Leikurinn var áfram í járnum, jafnt á öllum tölum. Þegar að 5 mínútur lifðu af leiknum var staðan 23-23 og spennandi loka mínútur framundan. Stelpurnar okkar sýndu úr hverju þær eru gerðar, héldu ró og kláruðu leikinn með tveimur mörkum 25-27.

Markaskorarar Íslands:

Helena Rut Örvarsdóttir 7, Perla Ruth Albertsdóttir 7, Ester Óskarsdóttir 4, Þórey Rósa Stefánsdóttir 2, Arna Sif Pálsdóttir 2, Thea Imani Sturludóttir 2, Þórey Anna Ásgeirsdóttir 1, Birna Berg Haraldsdóttir 1 og Hildigunnur Einarsdóttir 1.

Guðný Jenný Ásmundsdóttir varði 7 skot í íslenska markinu og Hafdís Renötudóttir varði 1 skot.Frábær sigur sem Axel og stelpurnar geta verið stoltar af.