B landslið kvenna spilaði í gær við Færeyjar í TM-höllinni í Garðabæ. Lið Færeyja byrjaði betur í leiknum og var yfir í hálfleik 9-13. Íslenska liðið kom sterkari til leiks eftir leikhlé og náði svo að jafna leikinn í vítaskoti er leiktíminn var liðinn.

Leikurinn endaði 21-21 og mörk Íslands skoruðu Sólveig Lára Kristjánsdóttir 5, Sandra Erlingsdóttir 4, Ragnheiður Sveinsdóttir 3, Sandra Dís Sigurðardóttir 3, Karen Helga Díönudóttir 2, Stefanía Theodórsdóttir 2 og Ída Bjarklind Magnúsdóttir 2 mörk.