Stelpurnar okkar mæta Svíþjóð á Ásvöllum miðvikudaginn 20. apríl kl. 19:45, aðgangur er ókeypis á leikinn í boði Icelandair. Leikurinn er síðasti heimaleikur þeirra í undankeppni EM 2022. Góð mæting hefur verið á síðustu leiki þeirra og erum við þakklát þeim fyrirtækjum sem hafa boðið á leikina þeirra.

Stelpurnar okkar halda þá til Serbíu og leika þar ytra laugardaginn 23. apríl kl. 16:00. Það er síðasti leikurinn í riðlakeppninni og er nú þegar ljóst að það verður úrslitaleikur um 2. sætið í riðlinum og þar með sæti á EM í nóvember.

Fjölmennum á Ásvelli og styðjum stelpurnar okkar!

ÁFRAM ÍSLAND!