Stelpurnar okkar mæta Sviss í kvöld kl.19.00, en leikurinn er liður í undankeppni EM í Svíþjóð í desember.

Eftir töp á móti Frökkum og Þjóðverjum í haust þarf íslenska liðið á stigum að halda til að eiga möguleika að komast áfram í keppninni. 

Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á RÚV2 og einnig á
netinu.

Liðin mætast aftur á sunnudaginn á Ásvöllum kl.16.30 og er miðasala nú þegar hafin á tix.is