Íslenska liðið hélt til Noregs í morgun þar sem það mun mæta B landsliði Noregs í tveimur leikjum. Ágúst Jóhannsson valdi 17 leikmenn í verkefnið.

Fyrri leikurinn er spilaður í Gjövik Fjellhall á laugardag kl.12.30 og sá seinni á sunnudag kl.12.30 í Håkons Hall í Lillehammer. Um er að ræða íslenska tíma.

Þess má geta að Axel Stefánsson þjálfar norska B landsliðið.

Hópurinn:

Markmenn,

Elín Jóna Þorsteinsdóttir, Haukar

Erla Rós Sigmarsdóttir, ÍBV

Aðrir leikmenn,

Anna Úrsúla Guðmundsdóttir, Grótta

Arna Sif Pálsdóttir, Nice

Ester Óskarsdóttir, ÍBV

Eva Björk Davíðsdóttir, Grótta

Hildur Þorgeirsdóttir, Fram

Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir, Selfoss

Karen Knútsdóttir, Nice

Ragnheiður Júlíusdóttir, Fram

Ramune Pekarskyte, Haukar

Rut Jónsdóttir, Randers

Solveig Lára Kjærnested, Stjarnan

Steinunn Hansdóttir, Sönderjyske

Sunna Jónsdóttir, Skrim

Thea Imani Sturludóttir, Fylkir

Unnur Ómarsdóttir, Grótta