A landslið kvenna | Hópurinn gegn Serbíu

Þjálfara A landsliðs kvenna hefur valið þá 16 leikmenn sem mæta Serbíu í dag. Leikurinn er síðasti leikur liðsins í undankeppni EM 2022 og er nú þegar ljóst að það verður úrslitaleikur um 2. sætið í riðlinum og þar með sæti á EM í nóvember. Leikurinn hefst kl. 16:00 og verður hann í beinni útsendingunu á RÚV.

Íslenski hópurinn er þannig skipaður:
Markverðir:
Elín Jóna Þorsteinsdóttir, Ringköbing Håndbold (38/1)
Hafdís Renötudóttir, Fram (35/1)

Aðrir leikmenn:
Andrea Jacobsen, Kristianstad (30/30)
Harpa Valey Gylfadóttir, ÍBV (13/12)
Helena Rut Örvarsdóttir, Stjarnan (50/80)
Hildigunnur Einarsdóttir, Valur (89/99)
Karen Knútsdóttir, Fram (105/370)
Lovísa Thompson, Valur (28/64)
Rakel Sara Elvarsdóttir, KA/Þór (4/4)
Rut Jónsdóttir, KA/Þór (107/229)
Sandra Erlingsdóttir, EH Aalborg (11/32)
Steinunn Björnsdóttir, Fram (37/28)
Sunna Jónsdóttir, ÍBV (66/52)
Thea Imani Sturludóttir, Valur (53/82)
Unnur Ómarsdóttir, KA/Þór (37/44)
Þórey Rósa Stefánsdóttir, Fram (112/330)

Utan hóps:
Margrét Einarsdóttir, Haukar (0/0)