A landslið kvenna | Hópurinn fyrir leiki við Ísrael í forkeppni fyrir HM 2024

Þjálfarateymi A-landsliðs kvenna hefur valið 20 leikmenn fyrir forkeppni HM 2024 en þar mætir landsliðið Ísrael 5. og 6. nóvember. Báðir leikirnir fara fram hér heima og eins og í undanförnum leikjum hjá stelpunum okkar verður leikið á Ásvöllum í Hafnarfirði. Hópurinn kemur saman til æfinga 24. október og mun í  undirbúningi fyrir leikina við Ísrael mæta Færeyjum í tveimur vináttulandsleikjum 29. og 30. október í Færeyjum. 


Hópurinn er skipaður eftirfarandi leikmönnum:

Markverðir:
Ethel Gyða Bjarnasen, HK (0/0)
Hafdís Renötudóttir, Fram (36/1)
Sara Sif Helgadóttir, Valur (3/0)


Aðrir leikmenn:
Aldís Ásta Heimisdóttir, Skara HF (4/2)
Andrea Jacobsen, EH Aalborg (31/30)
Berglind Þorsteinsdóttir, HK (10/5)
Díana Dögg Magnúsdóttir, BSV Sachsen (32/32)
Elín Klara Þorkelsdóttir, Haukar (0/0)
Hildigunnur Einarsdóttir, Valur (90/101)
Jóhanna Margrét Sigurðardóttir, Skara HF (3/7)
Lovísa Thompson, Ringköbing Håndbold (22/66)
Perla Ruth Albertsdóttir, Fram (24/30)
Rakel Sara Elvarsdóttir, Volda (5/4)
Rut Arnfjörð Jónsdóttir, KA/Þór (108/233)
Sandra Erlingsdóttir, Metzingen (12/36)
Steinunn Björnsdóttir, Fram (38/34
Sunna Jónsdóttir, ÍBV (67/53)
Thea Imani Sturludóttir, Valur (54/83)
Unnur Ómarsdóttir, KA/Þór (38/46)
Þórey Rósa Stefánsdóttir, Fram (113/330)