A landslið kvenna | Hópurinn fyrir leik kvöldsins

Fyrsti leikurinn í undankeppni EM2022 fer fram í Eskilstuna í Svíþjóð í kvöld þar sem stelpurnar okkar mæta heimakonum í Stiga Sports Arena.

Á tæknifundi í morgun var gefið út hvaða 16 leikmenn spila í dag og er ljóst að Hafdís Renötudóttir markvörður er ekki leikfær eftir að hafa meiðst á æfingu í gær. Saga Sif Gísladóttir kemur í hennar stað.

Leikskýrsluna má nálgast HÉR.

Við minnum á beina útsendingu frá leiknum á RÚV, leikurinn hefst kl. 17.00 en EM stofan byrjar kl. 16.30.

Áfram Ísland!

#handbolti #stelpurnarokkar