A landslið kvenna | Hárvörur frá Waterclouds

Eftir að stelpurnar okkar tryggðu sér sæti í umspili um laust sæti á HM 2023 færði Waterclouds liðinu hárvörur að gjöf. Waterclouds eru sænskar umhverfisvænar hársnyrtivörur sem hafa náð miklum vinsældum og í september sl. hóf fyrirtækið innreið sína inn á íslenskan markað. Fyrirtækið færðu stelpunum okkar veglegan gjafakassa sem innihélt ýmsar hárvörur að gjöf og fá strákarnir okkar að sjálfsögðu pakka áður en haldið verður á HM í janúar.

HSÍ vill þakka Waterclouds kærlega fyrir gjafirnar handa A landsliðum kvenna og karla.