Í dag var gengið frá frekari ráðningum í starfslið Arnars Péturssonar þjálfara A landsliðs kvenna.

Halldór Jóhann Sigfússon tekur við starfi aðstoðarlandsliðsþjálfara en mikla reynslu bæði sem þjálfari og leikmaður. Halldór lék hér heima með bæði KA og Fram auk þess að leika nokkur ár í Þýskalandi. Hann tók við þjálfun kvennaliðs Fram haustið 2012 og gerði þær að Íslandsmeisturum vorið 2013. Síðar tók hann við karlaliði FH og þjálfaði það í 5 ár og varð FH bikarmeistari undir hands stjórn síðastliðinn vetur. Í sumar þjálfari Halldór U21 og U19 ára landslið Barein þar sem bæði lið náðu sínum besta árangri hingað til á heimsmeistaramóti.

Gísli Guðmundsson hefur verið ráðinn sem markmannsþjálfari A landsliðs kvenna. Gísli hefur mikla reynslu bæði sem leikmaður og þjálfari. Gísli hefur áður komið að markmannsþjálfun hjá HSÍ en hann hafði yfirumsjón með markmannsþjálfun yngri landsliða HSÍ 2012 – 2016, síðastliðið sumar var Gísli markmannsþjálfari U-21 árs landsliðs karla.

A landslið kvenna hefur leik í undankeppni EM í næstu viku. Liðið leikur fyrst gegn Króatíu ytra miðvikudaginn 25. september en svo koma Frakkar í heimsókn sunnudaginn 29. september og leika gegn stelpunum okkar að Ásvöllum í Hafnarfirði kl. 16.00. Frítt verður á leikinn gegn Frökkum í boði KFC.

HSÍ býður þá Halldór og Gísla velkomna til starfa.


View this post on Instagram

Í dag var gengið frá frekari ráðningum í starfslið Arnars Péturssonar þjálfara A landsliðs kvenna. Halldór Jóhann Sigfússon tekur við starfi aðstoðarlandsliðsþjálfara en mikla reynslu bæði sem þjálfari og leikmaður. Halldór lék hér heima með bæði KA og Fram auk þess að leika nokkur ár í Þýskalandi. Hann tók við þjálfun kvennaliðs Fram haustið 2012 og gerði þær að Íslandsmeisturum vorið 2013. Síðar tók hann við karlaliði FH og þjálfaði það í 5 ár og varð FH bikarmeistari undir hands stjórn síðastliðinn vetur. Í sumar þjálfari Halldór U21 og U19 ára landslið Barein þar sem bæði lið náðu sínum besta árangri hingað til á heimsmeistaramóti. Gísli Guðmundsson hefur verið ráðinn sem markmannsþjálfari A landsliðs kvenna. Gísli hefur mikla reynslu bæði sem leikmaður og þjálfari. Gísli hefur áður komið að markmannsþjálfun hjá HSÍ en hann hafði yfirumsjón með markmannsþjálfun yngri landsliða HSÍ 2012 – 2016, síðastliðið sumar var Gísli markmannsþjálfari U-21 árs landsliðs karla. A landslið kvenna hefur leik í undankeppni EM í næstu viku. Liðið leikur fyrst gegn Króatíu ytra miðvikudaginn 25. september en svo koma Frakkar í heimsókn sunnudaginn 29. september og leika gegn stelpunum okkar að Ásvöllum í Hafnarfirði kl. 16.00. Frítt verður á leikinn gegn Frökkum í boði KFC. HSÍ býður þá Halldór og Gísla velkomna til starfa. #handbolti #stelpurnarokkar

A post shared by
Handknattleikssamband Íslands (@hsi_iceland) on