A landslið kvenna | Ferðadagur til Færeyja

Stelpurnar okkar héldu af stað til Færeyja nú í morgun, um helgina leika þær tvo vináttulandsleiki gegn Færeyjum ytra.

Fyrri leikurinn fer fram á morgun (laugardag) í Höllinni á Skála og hefst kl. 17:00. Síðari viðureignin verður leikin í Klakksvík á sunnudaginn og hefst kl. 16:00.

Leikjunum er streymt á live.hsf.fo.

Íslenski hópinn má sjá hér fyrir neðan:

Markverðir:
Hafdís Renötudóttir, Fram (36/1)
Sara Sif Helgadóttir, Valur (3/0)

Aðrir leikmenn:
Aldís Ásta Heimisdóttir, Skara HF (4/2)
Andrea Jacobsen, EH Aalborg (31/30)
Díana Dögg Magnúsdóttir, BSV Sachsen (32/32)
Elín Klara Þorkelsdóttir, Haukar (0/0)
Katrín Tinna Jensdóttir, Volda (3/0)
Lilja Ágústsdóttir, Valur (0/0)
Perla Ruth Albertsdóttir, Fram (24/30)
Rakel Sara Elvarsdóttir, Volda (5/4)
Rut Arnfjörð Jónsdóttir, KA/Þór (108/233)
Sandra Erlingsdóttir, Metzingen (12/36)
Steinunn Björnsdóttir, Fram (38/34)
Sunna Jónsdóttir, ÍBV (67/53)
Thea Imani Sturludóttir, Valur (54/83)
Þórey Rósa Stefánsdóttir, Fram (113/330)

Við munum fylgja stelpunum okkar eftir í Færeyjum um helgina og flytja ykkur fréttir á miðlum HSÍ.