Í ljósi þeirra áhrifa sem Covid-19 vírusinn hefur haft á evrópskt samfélag hefur EHF tekið ákvörðun um að fresta öllum þeim landsleikjum sem fyrirhugaðir voru í 3. og 4. umferð í undankeppni EM 2020 í lok mars. 

Ákvörðunin er tekin í fullu samráði við aðildarlöndin og hefur nú þegar verið lagt til að leikirnir verði spilaðir í byrjun júní. Það verður þó ekki staðfest fyrr en ljóst er hver þróunin verður í Evrópu næstu vikurnar. Handknattleikssamband Íslands mun tilkynna nýja leiktíma um leið og þeir verða staðfestir.

View this post on Instagram

Arnar Pétursson, landsliðsþjálfari kvenna í handknattleik, hefur kallað 18 leikmenn til undirbúnings og þátttöku í tveimur næstu leikjum íslenska landsliðsins í undankeppni EM2020. Hópurinn kemur saman til æfinga hér á landi 18. mars. Að þessu sinni er um svokallaðan tvíhöfða að ræða, þ.e. leikið verður við Tyrkland hér heima og að heiman. Fyrri viðureignin verður á Ásvöllum miðvikudaginn 25. mars og hefst klukkan 19.45. Síðari leikurinn fer fram í Tyrklandi sunnudaginn 29. mars og verður flautað til leiks klukkan 15 að íslenskum tíma. Báðir leikir Íslands verða í beinni útsendingu á RÚV. Hópinn skipa eftirtaldir leikmenn: Markverðir: Hafdís Renötudóttir, Fram (28/1) Elín Jóna Þorsteinsdóttir, Vendsyssel (25/0) Aðrir leikmenn: Perla Ruth Albertsdóttir, Fram (24/30) Sigríður Hauksdóttir, HK (16/34) Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir, Bourg-de Peage Drome Handball (34/66) Helena Rut Örvarsdóttir, Sönderjyske (37/77) Ragnheiður Júlíusdóttir, Fram (26/27) Lovísa Thompson, Val (19/28) Karen Knútsdóttir, Fram (102/369) Eva Björk Davíðsdóttir, Skuru (36/28) Thea Imani Sturludóttir, Oppsal 40/54) Birna Berg Haraldsdóttir, Neckarsulmer (58/118) Rut Arnfjörð Jónsdóttir, Esbjerg (94/191) Þórey Rósa Stefánsdóttir, Fram (106/309) Díana Dögg Magnúsdóttir, Val (22/19) Steinunn Björnsdóttir, Fram (35/27) Arna Sif Pálsdóttir, Val (150/282) Sunna Jónsdóttir, ÍBV (56/42) #handbolti #stelpurnarokkar

A post shared by
Handknattleikssamband Íslands (@hsi_iceland) on