A landslið kvenna | Dregið í undankeppni EM 2024 í dag

Dregið verður í dag í riðla í undankeppni EM 2024 kvenna, EHF gaf það út í síðustu viku að stelpurnar okkar færðust upp um styrkleikaflokk og verða í 2. styrkleikaflokki að þessu sinni, síðustu drætti hefur liðið setið í 3. styrkleikaflokki. Drátturinn hefst kl. 15:00 að íslenskum tíma og verður hægt að fylgast með honum á YouTube rás EHF á slóðinni: https://www.youtube.com/thehomeofhandball

Fjölgað verður liðum á EM 2024 sem fram fer í Austurríki, Ungverjalandi og Sviss en dregið verður í átta riðla með fjórum liðum í hverjum riðli. Tvö efsti lið hvers riðils fara áfram í lokakeppnina ásamt því að fjórum liðum sem hafna í þriðja sæti.

Styrkleikarnir fyrir dráttinn eru eftirfarandi.

1. styrkleikaflokkur:
Danmörk, Frakkland, Þýskaland, Svíþjóð, Holland, Svartfjallaland og Króatía.
2. styrkleikaflokkur:
Ísland
, Slóvenía, Rúmenía, Pólland, Serbía, Tékkland, Norður Makedónía og Slóvakía.
3. styrkleikaflokkur:
Tyrkaland, Ítalía, Færeyjar, Portúgal, Úkraína, Grikkland, Litháen og Kósovo.
4. styrkleikaflokkur:
Bosnía, Aserbadsjan, Búlgaría, Ísrael, Finnland, Lúxemorg og Bosnía.