A landslið kvenna | Dregið í umspili HM 2023 á morgun

Á morgun kemur í ljós hverjir verða mótherjar stelpnanna okkar í umspili um laust sæti á HM 2023 í apríl sem fram fer í Danmörku, Noregi og Svíþjóð. A landslið kvenna mætti Ísrael hér heima í byrjun nóvember í forkeppni HM og vann Ísland sannfærandi báða leikina og tryggði sæti sitt inn í umspilið.

Mótherjar Íslands geta orðið Króatía, Norður Makedónía, Rúmenía, Spánn, Pólland, Slóvenía, Sviss, Þýskaland, Serbía og Ungverjaland.

Dregið verður í Ljubljana og hefst drátturinn kl. 12:00, við setjum tengil á miðla HSÍ í fyrramálið svo sem flestir geti fylgst með drættinum.

Handbolti.is skrifaði í gær áhugaverða grein þar sem farið er yfir dráttinn og hvaða lið eru í efri og neðri styrkleikaflokki.