Í morgun hélt A-landslið kvenna í handbolta til Noregs en landsliðið leikur þar ytra við landslið Kína og B landsliðs Noregs næstu daga. Þórey Anna Ásgeirsdóttir leikmaður Stjörnunnar fór ekki með hópnum út vegna meiðsla og var Steinunn Hansdóttir leikmaður Horsens HK kölluð inn í hópinn í stað Þóreyjar. Einnig fór Ester Óskarsdóttir ekki út með hópnum til Noregs sökum veikinda.