Axel Stefánsson hefur gert tvær breytingar á 16 manna hóp A landsliðs kvenna sem fer til Færeyja næstu helgi. 

Steinunn Björnsdóttir (Fram) og Heiða Ingólfsdóttir (Stjörnunni) eru báðar meiddar og komast því ekki með í þetta verkefni. Þá hefur Elín Jóna Þorsteinsdóttir (Haukum) einnig dregið sig úr æfingahópnum vegna meiðsla. Í staðinn hefur Axel valið Thea Imani Sturludóttir (Fylki) og Guðný Jenný Ásmundsdóttir (ÍBV).

Liðið er nú í lokaundirbúning sínum fyrir forkeppnina. Þar mætir íslenska liðið Austurríki, Makedóníu og heimastúlkum frá Færeyjum. Efstu tvö liðin komast í umspilsleiki um laust sæti á HM í Þýskalandi 2017.

Leikjaplanið má sjá hér:

Fös.2.des.
18.00
Ísland – Austurríki

Lau.3.des.
17.00
Ísland – Færeyjar

Sun.4.des.
16.00
Ísland – Makedónía