A landslið kvenna | Breyting á leikmannahóp

Lovísa Thompson og Berglind Þorsteinsdóttir hafa dregið úr íslenska landsliðshópnum vegna meiðsla en liðið undirbýr sig nú fyrir leiki í forkeppni HM 2023 gegn Ísrael á Ásvöllum 5. og 6. nóvember.

Í stað þeirra hefur Katrín Tinna Jensdóttir, leikmaður Volda í Noregi verið kölluð inn í liðið. Katrín Tinna hefur leikið þrjá landsleiki.

Á föstudaginn halda stelpurnar okkar til Færeyja og leika þar tvo vináttulandsleiki um helgina.