Stelpurnar okkar spila tvo leiki í undankeppni EM í lok maí og byrjun júní. Fyrst í Laugardalshöll miðvikudaginn 30. maí gegn Tékklandi og svo mæta þær Dönum ytra laugardaginn 2. júní í Horsens. Að þeim leikjum loknum mun liðið spila tvo æfingaleiki á móti Japan í Danmörku, mánudaginn 4. júní og þriðjudaginn 5. júní. Leikirnir fara fram í Svendborg, syðst á Fjóni.

 

Stelpurnar okkar eru í 5. riðli og er um síðustu tvær umferðirnar að ræða í undankeppninni.

 

Staðan í riðlunum:

 

 

Axel Stefánsson þjálfari A-landsliðs kvenna hefur valið 21 leikmann til að taka þátt í þessum leikjum. Hópurinn kemur saman til æfinga 24. maí og heldur svo til Danmerkur föstudaginn 1. júní. 

 

Axel hafði þetta að segja um heimaleikinn:

 


Síðasti heimaleikur okkar í undankeppni EM á móti Slóveníu var lærdómsríkur fyrir stelpurnar okkar. Liðið okkar er að mörgu leyti mjög ungt og það var frábært fyrir alla að upplifa góða stemmningu í Laugardalshöll og ná í okkar fyrstu stig gegn frábæru liði þó svo að við hefðum að sjálfsögðu kosið sigur. Það er stígandi í leik liðsins og framundan er spennandi verkefni á heimavelli. Við ætlum að halda áfram að þróa okkar leik og trúum því að með góðum stuðningi af pöllunum getum við landað sigri gegn sterku liði Tékka. Ég hvet alla til að mæta í Laugardalshöll þann 30. maí og sýna stelpunum okkar stuðning í verki, það skiptir okkur gríðarlega miklu máli”.Miðasala er hafin á Tix: 

 

 

 

A landslið kvenna í maí og júní 2018:

 

Nafn:
Fæðingardagur:

Andrea Jacobsen, Fjölni
                09.04. 1998

Arna Sif Pálsdóttir,
Debreceni DVSC


05.01. 1988

Díana Dögg Magnúsdóttir, Valur
        19.09. 1997

Ester Óskarsdóttir,
ÍBV
                11.05. 1988

Elín Jóna Þorsteinsdóttir,
Haukar
        
30.11. 1996    

Eva Björk Davíðsdóttir,
Ajax Köbenhavn

30.06. 1994

Guðný Jenný Ásmundsdóttir,
ÍBV 
        28.02. 1982

Hafdís Renötudóttir,
SönderjyskE
             
12.07. 1997 

Helena Rut Örvarsdóttir,
Byåsen 
        17.05 .1994

Hildigunnur Einarsdóttir,
Hypo          
11.02. 1988

Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir, Selfoss
        14.05. 1995

Karen Knútsdóttir, Fram
                04.02. 1990

Lovísa Thompson, Grótta
        27.10. 1999 

Perla Ruth Albertsdóttir, Selfoss
        
21.09. 1996

Ragnheiður Júlíusdóttir, Fram
                10.06. 1997

Stefanía Theodórsdóttir, Stjarnan
        
12.06. 1997

Steinunn Björnsdóttir, Fram
        10.03. 1991

Steinunn Hansdóttir, Horsens HH
        20.03. 1994

Thea Imani Sturludóttir, Volda
                21.01. 1997

Þórey Anna Ásgeirsdóttir, Stjarnan
        03.11. 1997

Þórey Rósa Stefánsdóttir, Fram
        14.08. 1989

 

Starfslið:

Axel Stefánsson
        Þjálfari

Jónatan Magnússon
Aðstoðarþjálfari

Þorbjörg Jóh. Gunnarsdóttir
Liðsstjóri

Davíð Svansson
        Markmannsþjálfari

Jóhann Róbertsson
        Læknir