Eftir ítarlega íhugun hefur Axel Stefánsson ákveðið að endurnýja ekki samning sinn við HSÍ. HSÍ hefur verið mjög ánægt með störf Axels og telur að hann hafi náð góðum árangri í sínu starfi sem landsliðsþjálfari. Eftir 3 ár í starfi landsliðsþjálfara telur Axel að það sé tími til að fá nýja áskorun á sínum ferli. Axel vill koma fram þökkum til allra sem starfað hafa með sér á þessum tíma hjá HSÍ og óskar landsliðinu velfarnaðar.