Handknattleikssamband Íslands hefur ráðið Arnar Pétursson sem þjálfara A landsliðs kvenna.




Arnar er 43 ára Vestmannaeyingur, giftur og tveggja barna faðir. Hann hefur starfað undanfarin ár við fiskútflutning og handknattleiksþjálfun í Vestmannaeyjum. Arnar æfði og spilaði með yngri flokkum ÍBV og hóf sinn meistaraflokksferil þar en spilaði einnig með Stjörnunni, FH og Haukum áður en hann fluttist aftur til Vestmannaeyja og tók við þjálfun ÍBV. Árangur hans með ÍBV talar sínu máli, hann tók við liðinu í neðri hluta 1. deildar og hefur leiðin legið uppávið allar götu síðan þá bæði hjá meistaraflokkum og yngri flokkum félagsins.




Undir stjórn Arnars varð ÍBV deildarmeistari í 1. deild 2013, Íslandsmeistari 2014 og deildar-, bikar- og Íslandsmeistari 2018.




HSÍ og Arnar gera með sér tveggja ára samning, HSÍ lýsir yfir mikilli ánægju með ráðninguna og hefur miklar væntingar til samstarfsins.





View this post on Instagram

Handknattleikssamband Íslands hefur ráðið Arnar Pétursson sem þjálfara A landsliðs kvenna. Arnar er 43 ára Vestmannaeyingur, giftur og tveggja barna faðir. Hann hefur starfað undanfarin ár við fiskútflutning og handknattleiksþjálfun í Vestmannaeyjum. Arnar æfði og spilaði með yngri flokkum ÍBV og hóf sinn meistaraflokksferil þar en spilaði einnig með Stjörnunni, FH og Haukum áður en hann fluttist aftur til Vestmannaeyja og tók við þjálfun ÍBV. Árangur hans með ÍBV talar sínu máli, hann tók við liðinu í neðri hluta 1. deildar og hefur leiðin legið uppávið allar götu síðan þá bæði hjá meistaraflokkum og yngri flokkum félagsins. Undir stjórn Arnars varð ÍBV deildarmeistari í 1. deild 2013, Íslandsmeistari 2014 og deildar-, bikar- og Íslandsmeistari 2018. HSÍ og Arnar gera með sér tveggja ára samning, HSÍ lýsir yfir mikilli ánægju með ráðninguna og hefur miklar væntingar til samstarfsins. #handbolti #stelpurnarokkar

A post shared by
Handknattleikssamband Íslands (@hsi_iceland) on