HSÍ hefur ráðið Ágúst Jóhannsson sem aðstoðarþjálfara A landsliðs kvenna og tekur hann við að Halldóri Jóhanni Sigfússyni sem óskaði eftir því að láta af störfum. Ágúst mun einnig taka að sér þjálfun U-16 ára landsliðs kvenna.

Ágúst hefur yfir tuttugu ára þjálfarareynslu í meistaraflokkum beggja kynja á hér á landi og erlendis. Ágúst var landsliðsþjálfari A landsliðs kvenna á 2000 – 2001 og 2011 – 2016 og stýrði hann kvennalandsliðinu meðan annars á HM í Brasilíu árið 2011 og EM í Serbíu árið 2012. Ágúst hefur síðastliðinn tvö ár verið þjálfari kvennalandsliðs Færeyja ásamt því að þjálfa meistaraflokk Vals.

HSÍ býður Ágúst velkominn til starfa og þakkar Halldóri Jóhanni Sigfússyni fyrir vel unninn störf.