A landslið kvenna | Æft í keppnishöllinni í Zrenjanin

Stelpurnar okkar eru þessa stundina að æfa í keppnishöllinni í Zrenjanin í Serbíu. Liðið ferðaðist í gær með Icelandair til Zurich og þaðan var flogið áfram til Zagrab og ferðalagið endaði á rúmlega klukkutíma rútuferð til Zrenjanin og komið var á leiðarenda um 19:00 að staðartíma.

Liðið nýtti svo tíman í gærkvöldið í endurheimt með sjúkraþjálfurum liðsins en þær eru Tinna Jökulsdóttir og Hildur Sólveg Sigurðardóttir. Í dag hafa stelpurnar fundað tvisvar með þjálfarateyminu og eftir æfinguna í dag taka við viðtöl en RÚV og handbolti.is fylgdu liðinu hingað út. Sjúkraþjálfararnir halda svo áfram fram á kvöld að meðhöndla stelpurnar og undirbúa fyrir leikinn.

Ísland mætir Serbíu er á morgun í úrslitaleik um 2. sætið í riðlinum og þar með sæti á EM í nóvember.  Leikurinn hefst kl. 16:00 að íslenskum tíma og verður í beinni útsendingu á RÚV.