Ágúst Þór Jóhannsson landsliðsþjálfari A-landsliðs kvenna hefur valið 18 manna leikmannahóp til að taka þátt í æfingum og lokaleikjum Íslands í undankeppni fyrir EM 2014. Lokakeppnin verður leikin í desember í Ungverjalandi og Króatíu.

Leikið verður í Finnlandi miðvikudaginn 11. júní n.k. kl. 16.00 (að íslenskum tíma) en seinni leikurinn verður leikinn í Laugardalshöll sunnudaginn 15. júní kl 15.00.

Í hópnum eru 3 nýliðar: Helena Rut Örvarsdóttir, Melkorka Mist Gunnarsdóttir og Steinunn Hansdóttir.

Hópurinn er eftirfarandi:

Markmenn:

Dröfn Haraldsdóttir, ÍBV

Íris Björk Símonardóttir, Grótta

Melkorka Mist Gunnarsdóttir, Fylkir

Aðrir leikmenn:

Anna Úrsúla Guðmundsdóttir, Valur

Arna Sif Pálsdóttir, SK Aarhus

Birna Berg Haraldsdóttir, Sävehof

Brynja Magnúsdóttir, Flint Tönsberg

Helena Rut Örvarsdóttir, Stjarnan

Hildigunnur Einarsdóttir, Tertnes

Hildur Þorgeirsdóttir, Koblenz

Karen Knútsdóttir, Sønderjyske

Karólína Lárudóttir, Valur

Marthe Sördal, Fram

Ramune Pekarskyte, Sønderjyske

Steinunn Hansdóttir, Skanderborg

Sunna Jónsdóttir, BK Heid

Unnur Ómarsdóttir, Grótta

Þórey Rósa Stefánsdóttir, Våg Vipers