A landslið kvenna hélt í morgun af stað til Makedóníu þar sem liðið mætir heimakonum á laugardaginn í lokaleik forkeppni HM. Íslenska liðið hefur þegar tryggt sér sæti í umspili fyrir HM sem fram fer í júní á næsta ári.

Ágúst Þór Jóhannsson gerði 3 breytingar á landsliðshópnum frá leiknum sl. miðvikudag en þær Melkorka Mist Gunnarsdóttir, Bryndís Elín Halldórsdóttir og Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir koma inn í hópinn.

Leikurinn á laugardaginn hefst kl.16.45 í Skopje.

Hópurinn er eftirfarandi:

Markmenn:

Florentina Stanciu, Stjarnan

Melkorka Mist Gunnarsdóttir, Fylkir



Aðrir leikmenn:


Arna Sif Pálsdóttir, SK Aarhus

Ásta Birna Gunnarsdóttir, Fram


Birna Berg Haraldsdóttir, Sävehof

Bryndís Elín Halldórsdóttir, Valur

Brynja Magnúsdóttir, Flint Tönsberg

Hildigunnur Einarsdóttir, Tertnes

Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir, Selfoss

Karen Knútsdóttir, Nice


Ramune Pekarskyte, LE Havre

Rut Jónsdóttir, Randers

Steinunn Hansdóttir, Skanderborg

Sunna Jónsdóttir, BK Heid


Þórey Rósa Stefánsdóttir, Våg Vipers

Þórey Ásgeirsdóttir, Kongsvinger