Stelpurnar okkar undirbúa sig nú af fullum krafti fyrir leikina gegn Spánverjum um laust sæti á HM 2019.


Í dag mættu þær B-liði Noregs ytra og endaði leikurinn með 2 marka sigri Norðmanna 26 – 24. Leikurinn var jafn framan af og í hálfleik var staðan 13 – 12. Í seinni hálfleik náðu Norsku stelpurnar að komast í 22 – 17 en með góðum leik náðu stelpurnar okkar að minnka muninn og jöfnuðu þær leikinn í 23 – 23. Noregur komst að lokum yfir og endaðileikurinn 26 – 24.

Þórey Rósa Stefánsdóttir lék sinn 100. landsleik í dag og færði norska handknattleikssambandið íslenska fyrirliðanum blómvönd fyrir leik af þessu tilefni.

Markaskorarar Íslands:


Arna Sif Pálsdóttir 6, Sigríður Hauksdóttir 5, Helena Örvarsdóttir 3, Steinunn Björnsdóttir 3, Ester Óskarsdóttir 2, Thea Imani Sturludóttir 1, Eva Björk Davíðsdóttir 1, Perla Ruth Albertsdóttir 1 og Þórey Rósa Stefánsdóttir 1.

Hafdís Renötudóttir varði 7 skot og Elín Jóna Þorsteinsdóttir varði 9 skot.
Stelpurnar okkar halda á fimmtudaginn til Spánar þar sem þær mæta heimakonum í fyrri leik liðanna í umspili um laust sæti á HM. Sá leikur fer fram á föstudaginn kl. 19.00 en verður sýndur í beinni útsendingu á RÚV en útsendingin hefst kl. 18.45.

Síðari leikur liðanna fer fram hér heima fimmtudaginn 6.júní kl. 19:45, miðasala á landsleikinn í Höllinni er hafin á tix.is og hægt er að kaupa með því að smella
hér. Við hvetjum alla áhugamenn um handbolta til að mæta í Höllina og hvetja stelpurnar okkar til sigurs í þessum mikilvæga leik.

View this post on Instagram

2 marka tap gegn B-liði Noregs Stelpurnar okkar undirbúa sig nú af fullum krafti fyrir leikina gegn Spánverjum um laust sæti á HM 2019. Í dag mættu þær B-liði Noregs ytra og endaði leikurinn með 2 marka sigri Norðmanna 26 – 24. Leikurinn var jafn framan af og í hálfleik var staðan 13 – 12. Í seinni hálfleik náðu Norsku stelpurnar að komast í 22 – 17 en með góðum leik náðu stelpurnar okkar að minnka muninn og jöfnuðu þær leikinn í 23 – 23. Noregur komst að lokum yfir og endaði leikurinn 26 – 24. Þórey Rósa Stefánsdóttir lék sinn 100. landsleik í dag og færði norska handknattleikssambandið íslenska fyrirliðanum blómvönd fyrir leik af þessu tilefni. Markaskorarar Íslands: Arna Sif Pálsdóttir 6, Sigríður Hauksdóttir 5, Helena Örvarsdóttir 3, Steinunn Björnsdóttir 3, Ester Óskarsdóttir 2, Thea Imani Sturludóttir 1, Eva Björk Davíðsdóttir 1, Perla Ruth Albertsdóttir 1 og Þórey Rósa Stefánsdóttir 1. Hafdís Renötudóttir varði 7 skot og Elín Jóna Þorsteinsdóttir varði 9 skot. #handbolti #stelpurnarokkar

A post shared by
Handknattleikssamband Íslands (@hsi_iceland) on