Arnar Pétursson, landsliðsþjálfari hefur valið 19 leikmenn til æfinga hjá A landsliði kvenna, hópurinn hittist og æfir á höfuðborgarsvæðinu 17.  – 21. febrúar nk.

Næsta verkefni hjá stelpunum okkar er 19. – 21. mars nk. en þá fer fram undankeppni HM. Liðið drógst í riðil með Norður-Makedóníu, Litháen og Grikklandi. Riðilinn verður leikinn í Norður-Makedóníu.

Vegna Covid-19 heimsfaraldursins er ekki hægt að velja leikmenn sem spila erlendis í landsliðshópinn að þessu sinni.

Hópurinn er eftirfarandi:

Markverðir:
Eva Dís Sigurðardóttir, Afturelding (0/0)
Sara Sif Helgadóttir, Fram (0/0)
Saga Sif Gísladóttir, Valur (0/0)

Aðrir leikmenn:
Ásdís Guðmundsóttir, KA/Þór (2/0)
Birna Berg Haraldsdóttir, ÍBV (58/118)
Eva Björk Davíðsdóttir, Stjarnan (36/28)
Harpa Valey Gylfadóttir, ÍBV (0/0)
Helena Rut Örvarsdóttir, Stjarnan (37/77)
Karen Knútsdóttir, Fram (102/369)
Lovísa Thompson, Valur (19/28)
Mariam Eradse, Valur (1/0)
Ragnheiður Júlíusdóttir, Fram (26/27)
Rut Jónsdóttir, KA/Þór (94/191)
Steinunn Björnsdóttir, Fram (35/27)
Sunna Jónsdóttir, ÍBV (56/42)
Thea Imani Sturludóttir, Valur (40/54)
Tinna Sól Björgvinsdóttir, HK (0/0)
Unnur Ómarsdóttir, Fram (29/28)
Þórey Anna Ásgeirsdóttir, Valur (28/14)

Eftirfarandi leikmenn gáfu ekki kost á sér í verkefnið:
Katrín Ósk Magnúsdóttir, Fram (2/0)
Sigríður Hauksdóttir, HK (16/34)