Arnar Pétursson, landsliðsþjálfari kvenna í handknattleik, hefur kallað 18 leikmenn til undirbúnings og þátttöku í tveimur næstu leikjum íslenska landsliðsins í undankeppni EM2020. Hópurinn kemur saman til æfinga hér á landi 18. mars. Að þessu sinni er um svokallaðan tvíhöfða að ræða, þ.e. leikið verður við Tyrkland hér heima og að heiman. Fyrri viðureignin verður á Ásvöllum miðvikudaginn 25. mars og hefst klukkan 19.45. Síðari leikurinn fer fram í Tyrklandi sunnudaginn 29. mars og verður flautað til leiks klukkan 15 að íslenskum tíma. Báðir leikir Íslands verða í beinni útsendingu á RÚV.
Hópinn skipa eftirtaldir leikmenn:
Markverðir:
Hafdís Renötudóttir, Fram (28/1)
Elín Jóna Þorsteinsdóttir, Vendsyssel (25/0)
Aðrir leikmenn:
Perla Ruth Albertsdóttir, Fram (24/30)
Sigríður Hauksdóttir, HK (16/34)
Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir, Bourg-de Peage Drome Handball (34/66)