Tap í lokaleik strákanna okkar á EM fyrir Svíum, 32:25. Staðan í hálfleik var 18:11, Svíum í vil.

Skemmst frá að segja þá vorum við undir frá upphafi til enda. Aldrei tókst að velgja Svíum undir uggum, því miður. Niðurstaðan er þrír sigrar og fjögur töp og 11.
sætið. Áfram Ísland!

Mörk Íslands: Bjarki Már Elísson 5, Kári Kristján Kristjánsson 5, Guðjón Valur Sigurðsson 4, Alexander Petersson 3, Haukur Þrastarson 2, Sigvaldi Björn Guðjónsson 2, Sveinn Jóhannsson 1, Janus Daði Smárason 1, Viggó Kristjánsson 1, Ólafur Andrés Guðmundsson 1.
Varin skot: Viktor Gísli Hallgrímsson 5, Björgvin Páll Gústavsson 2. Tölfræði fengin hjá Vísir.is.
#handbolti

#strakarnirokkar

#ehfeuro2020

#dreamwinremember