Karakterssigur og strákarnir okkar komnir á sigurbraut á ný með þriggja marka frábærum sigri á landsliði Portúgals, 28:25. Leikfræðilegt meistaraverk. Til hamingju allir. Draumurinn lifir. Áfram Ísland!
Staðan var 14:12 í hálfleik fyrir strákana okkar.Mörk Íslands: Janus Daði Smárason 8, Guðjón Valur Sigurðsson 5, Aron Pálmarsson 5, Alexander Petersson 5, Bjarki Már Elísson 2, Arnór Þór Gunnarsson 1, Ólafur Andrés Guðmundsson 1, Sigvaldi Björn Guðjónsson 1.
Varin skot: Björgvin Páll Gústavsson 16, 40% markvarsla.
Næsti leikur verður við Norðmenn á þriðjudaginn klukkan 17.30.#handbolti

#strakarnirokkar

#ehfeuro2020

#dreamwinremember