Því miður þriggja marka tap fyrir Noregi á EM í kvöld, 31:28, eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik, 19:12. Norðmenn skoruðu sjö fyrstu mörk leiksins. Eftir það var á brattann að sækja. Hetjuleg barátta í síðari hálfleik dugði ekki til en er mikilvægt veganesti til framtíðar. Næst Svíar kl. 19.30 annað kvöld. Það verður jafnframt lokaleikur strákanna okkar á EM 2020. Áfram Ísland!


Mörk Íslands: Ólafur Andrés Guðmundsson 6, Arnór Þór Gunnarsson 4, Haukur Þrastarson 3, Sigvaldi Björn Guðjónsson 3, Viggó Kristjánsson 3, Ýmir Örn Gíslason 2, Elvar Örn Jónsson 2, Bjarki Már Elísson 2, Aron Pálmarsson 1, Guðjón Valur Sigurðsson 1, Kári Kristján Kristjánsson 1.


Varin skot: Viktor Gísli Hallgrímsson 15, þar af tvö vítaköst, 42% markvarsla. Björgvin Páll Gústavsson 2. Tölfræði fengin hjá vísir.is.
#
handbolti


 


#
strakarnirokkar


 


#
ehfeuro2020


 


#
dreamwinremember