Guðmundur Þórður Guðmundsson, landsliðsþjálfari, hefur ákveðið að gera eina breytingu á landsliðshópnum sem mætir Noregi í milliriðlakeppni EM í dag. Sveinn Jóhannsson kemur inn í liðið í stað Arnars Freys Arnarssonar. Þetta verður fyrsti leikur Sveins á EM. Jafnframt er þetta fyrsta breyting á hópnum í keppninni. Sveinn hefur verið ytra með liðinu frá upphafi EM. Hann verður sjötugasti handknattleiksmaðurinn til þess að leika með landsliðinu í lokakeppni EM.


Leikur Íslands og Noregs hefst í Malmö Arena klukkan 17.15 og verður í beinni útsendingu RÚV.

#handbolti #strakarnirokkar