Þriggja marka tap fyrir Slóvenum á EM í kvöld, 30:27. Vorum marki undir í hálfleik, 15:14. Því miður þá áttum við undir högg að sækja stóran hluta síðari hálfleiks og lentum mest sex mörkum undir.

Þetta var annað tap okkar í keppninni eftir tvo sigurleiki í upphafi.

Við höldum áfram. Lið Portúgals er næsti andstæðingur á sunnudaginn klukkan 13. Áfram Ísland!

Mörk Íslands: Bjarki Már Elísson 6, Viggó Kristjánsson 5, Janus Daði Smárason 4, Aron Pálmarsson 4, Sigvaldi Björn Guðjónsson 3, Ólafur Andrés Guðmundsson 3, Alexander Petersson 1, Elvar Örn Jónsson 1, Kári Kristján Kristjánsson 1.

Varin skot: Björgvin Páll Gústavsson 13, Viktor Gísli Hallgrímsson 7, þar 
af 3 vítaköst. Tölfræði fengin af visir.is.