A landslið karla mætir Úkraínu í Laugardalshöll í kvöld kl. 18.45 í úrslitaleik um sæti á EM í Króatíu í janúar 2018.

Íslenska liðið getur náð 2. sæti í riðlunum ef Tékkar vinna í Makedóníu og Ísland vinnur Úkraínu. Fari svo að strákarnir okkar lendi í þriðja sæti í riðlinum nægir það einnig til að komast á EM þar sem íslenska liðið verður þá með bestan árangur liða í 3. sæti á móti liðunum í 1. og 2. sæti. 

Því er staðan einfaldlega þannig að íslenska liðið verður að vinna í kvöld og þá er EM sætið í höfn.

Staðan í riðlinum:


Leikskýrslu kvöldsins má sjá
HÉR.

Ein breyting hefur verið gerð á liðinu frá því í leiknum í Tékklandi, Ýmir Örn Gíslason kemur inn í leikmannahópinn í stað Gunnars Steins Jónssonar.

En það verður ekki bara boðið uppá heimsklassa handbolta í Höllinni í kvöld. Júlladiskó sér um tónlist, atriði frá danshóp World Class í hálfleik og þá verður Íslenska flatbakan með bökubílinn á staðnum til að seðja hungrið. U-17 ára landslið kvenna verður með sjoppu í anddyrinu en þær safna sér nú fyrir ferð á EM í Makedóníu í ágúst.

Leikurinn í kvöld hefst kl. 18.45 en við viljum biðja fólk að mæta tímanlega. Takmarkað er af bílastæðum í Laugardal vegna tónlistarhátíðar og hugsanlega þarf að leggja bílum lengra frá Höllinni en hefur verið á undanförnum  landsleikjum.

Miðasala er í fullum gangi á
TIX.is