A landslið karla | Uppselt á leik Íslands og Ísrael

Mikill áhugi hefur verið á leik strákanna okkar gegn Ísrael hér heima í undankeppni EM 2024 sem leikinn verður á morgun að Ásvöllum. Rétt í þessu seldust síðustu miðarnir á leikinn og verður því eins og að var stefnt troðfull hús af stuðningsmönnum Íslands á leiknum. Áhuginn kemur ekki á óvart eftir frábært gengi landsliðsins á EM í janúar og uppselt var á síðasta heimaleik strákanna okkar apríl.

Ísland – Ísrael verður í beinni útsendingu á RÚV en leikurinn hefst kl. 19:45.