A landslið karla | Uppselt á Ísland – Austurríki

Mikill áhugi hefur verið á leik strákanna okkar gegn Austurríki hér heima laugardaginn 16. apríl kl. 16:00. Í gærkvöldi seldust síðustu miðarnir á leikinn og verður því eins og að var stefnt troðfull hús af stuðningsmönnum Íslands á leiknum. Áhuginn kemur ekki á óvart eftir frábært gengi landsliðsins á EM í janúar sl. og langt er síðan strákarnir okkar léku hér heima með áhorfendur í stúkunni.

Fyrri leikur liðana um laust sæti á HM 2023 verður miðvikudaginn 13. apríl í Bregenz og hefst leikurinn 16:00 að íslenskum tíma.

Báðir leikirnir verða í beinni útsendingu á RÚV.