A landslið karla | Upphitunarpartý Íslands á Clarion Hotel Post

Upphitun stuðningsmanna Íslands fyrir leiki Íslands gegn Svíþjóð og Brasilíu verður á Clarion Hotel Post, Drottningtorget 10. Sérsveitin stuðningssveit landsliða HSÍ heldur utanum upphituna þar og keyrir upp stemninguna fram að leik. Hægt verður að kaupa treyjur þar ásamt stuðningsmannavörum og Sérsveitin býður upp á andlitsmálun.

Fyrir leikinn gegn Svíþjóð á morgun verður upphitunarpartýið frá kl. 15:00 – 18:00 og á sunnudaginn fyrir leikinn gegn Brazilíu verður partýið frá 14:00 – 16:30.