A landslið karla | Upphitun stuðningsmanna Íslands verður á Hard Rock Cafe

Í dag var ferðadagur hjá strákunum okkar er þeir ferðuðust frá Kristianstad yfir til Gautaborgar. Liðið æfði svo í Scandinavian Arena um miðjan dag, höllin er öll hin glæsilegasta og tekur hún 12.000 áhorfendur. Leikur Íslands gegn Grænhöfðaeyjum á morgun hefst 17:00 að íslenskum tíma og verður leikurinn í beinni útsendingu á RÚV.

Upphitun stuðningsmanna Íslands verður á Hard Rock café, Kungsportsavenyen 10, Sérsveitin sér um að keyra upp stemninguna þar til farið verður í höllina. Byrjað verður þar kl. 14:00 og verða landsliðstreyjur til sölu á Hard Rock. Andlitsmálun verður frá 14:00 – 15:00, Sérsveitin ætlar svo að ganga í Scandinavian Arena kl. 16:30 (sænskir tíma).

HSÍ á nokkra lausa miða í íslendinga kjarnanum á morgun en því miður eru ekki neinir miðar eftir 20. – og 22. janúar. Þeir sem hafa áhuga á miðum á leik Íslands gegn Grænhöfðaeyjum geta haft samband í gegnum netfangið midar@hsi.is