A landslið karla | Upphitun stuðningsmanna Íslands í Kristianstad

Sérsveitin Stuðningssveit landsliða HSÍ hefur skipulagt í samstarfi við HSÍ upphitun fyrir stuðningsmenn Íslands í Kristianstad. Upphitunin verður í FanZone Íslands við keppnishöllina í Kristianstad. Hægt verður að kaupa treyjur íslenska landsliðsins og stuðningsmannavörur í upphitunarpartýinu og einnig verður hægt að kaupa mat og drykk.

Sérsveitin sér um að koma stuðningsmönnum í rétta gírinn áður en Ísland – Portugal hefst kl. 20:30 (sænskur tími).