Stuðningsmenn Íslands ætla á morgun að hittast á Pub Windsor í Metz.

Upphitunin hefst kl.11.45 og verða seldar landsliðstreyjur á staðnum ásamt því að miðar verða afhendir til þeirra sem hafa keypt þá í gegnum HSÍ.

Þá kemur Óskar Bjarni Óskarsson aðstoðarþjálfari landsliðsins á staðinn kl.12.00 og fer yfir leik Íslands og Slóveníu með stuðningsmönnum,

Heimilisfangið er 19, Place Saint Louis 57000 Metz.