Strákarnir okkar leika tvo leiki á heimavelli í undankeppni EM 2020 í byrjun nóvember. HSÍ sendi beiðni um undanþágu frá reglugerð Heilbrigðisráðherra og hefur ráðaneytið nú staðfest beiðni HSÍ þannig að leikirnir geta farið fram.

Fyrri leikur strákanna okkar er gegn Litháen 4. nóvember kl. 19:45 og sá síðari þann 7. nóvember kl 16:00 gegn Ísrael.

Engir áhorfendur verða leyfðir á leikjunum en þeir verða báðir sýndir í beinni útsendingu á RÚV.