A landslið karla | Þýskaland – Ísland í dag

Strákarnir okkar héldu af landi brott í gær er hópurinn flaug með Icelandair til Berlínar og það rútuferð til Hannover þar sem liðið mun dvelja næstu til 10. janúar. Liðið leikur í dag fyrri vináttulandsleik sinn gegn Þýskalandi en leikið verður í Bremen. Leikurinn hefst kl. 15:15 og verður hann í beinni útsendingu á RÚV.

Allir 18 leikmann liðsins verða á skýrslu í dag en þeir eru:

Markverðir:
Björgvin Páll Gústavsson, Valur (244/16)
Viktor Gísli Hallgrímsson, HBC Nantes (35/1)

Vinstra horn:
Bjarki Már Elísson, Telekom Veszprém (91/291)
Hákon Daði Styrmisson, Vfl Gummersbach (8/25)


Vinstri skytta:
Aron Pálmarsson, Aalborg Håndbold (158/618)
Elvar Ásgeirsson, Ribe Esbjerg (9/17)
Ólafur Andrés Guðmundsson, GC Amicitia Zürich (137/269)


Leikstjórnendur:
Elvar Örn Jónsson, MT Melsungen (54/140)
Gísli Þorgeir Kristjánsson, SC Magdeburg (39/76)
Janus Daði Smárason, Kolstad Håndball (58/83)


Hægri skytta:
Kristján Örn Kristjánsson, Pays d´Aix UC (21/29)
Ómar Ingi Magnússon,Magdeburg (66/216)
Viggó Kristjánsson, SC Leipzig (33/76)


Hægra horn:
Óðinn Þór Ríkharðsson, Katteden Schaffhausen (16/55)
Sigvaldi Björn Guðjónsson, Kolstad Håndball (49/127)


Línumenn:
Arnar Freyr Arnarsson, MT Melsungen (71/81)
Elliði Snær Viðarsson, Vfl Gummersbach (23/30)
Ýmir Örn Gíslason, Die Rhein-Neckar Löwen (64/34)