A landslið karla | Þrír leikmenn lausir úr einangrun

Eftir PCR próf landsliðsins í gær kom í ljós að þrír leikmenn losnuðu úr einangrun og geta leiki með liðinu í dag gegn Svartfjallalandi. Leikmennirnir sem um ræðir eru Aron Pálmarsson, Bjarki Már Elísson og Elvar Örn Jónsson.
Önnur PCR próf liðsins reyndust neikvæð sem og hraðpróf dagsins.

Ellefu leikmenn og einn starfsmaður liðsins hafa þá greinst síðustu daga og í einangrun sem stendur eru átta leikmenn og einn starfsmaður.