Strákarnir okkar töpuðu fyrir Tékkum 27-24 í kaflaskiptum leik í Brno í Tékklandi í dag.

Íslenska liðið var ekki með á nótunum í byrjun leiks, sóknarleikurinn var stirður og fljótlega náðu Tékkar 3-4 marka forskoti. Þegar liðin gengu til búningsklefa var staðan 14-9 fyrir heimamenn.

Liðin skiptust á að skora í síðari hálfleik, en þegar um 15 mínútur voru eftir tóku íslenska liðið við sér og minnkaði muninn niður í eitt mark. Það voru þó Tékkar sem voru sterkari á lokamínútunum og unnu að lokum 3 marka sigur.

Markaskorar íslenska liðsins:

Guðjón Valur Sigurðsson 9, Aron Pálmarsson 3, Janus Daði Smárason 3, Bjarki Már Elísson 2, Ómar Ingi Magnússon 1, Kári Kristján Kristjánsson 1, Bjarki Már Gunnarsson 1, Ásgeir Örn Hallgrímsson 1, Rúnar Kárason 1, Arnór Atlason 1, Ólafur A. Guðmundsson 1.

Aron Rafn Eðvarðsson varði 10 skot og Björgvin Páll Gústavsson varði 4 skot.

Íslenska liðið mætir Úkraínu á sunnudaginn kl.18.45 í Laugardalshöll, þar ræðst hvort strákarnir okkar komast á Evrópumótið í Króatíu 2018.

Miðasala er hafin á
TIX.is