Strákarnir okkar mættu Ungverjum í Skjern í kvöld.

Það voru Ungverjar sem tóku snemma forystu í leiknum og létu hana í raun aldrei af hendi. Í hálfleik var staðan 18-15 Ungverjum í vil. Seint í leiknum sótti íslenska liðið í veðrið og átti möguleika að jafna leikinn en allt kom fyrir ekki og að lokum voru það Ungverjar sem lönduðu þriggja marka sigri, 30-27.

Markaskorarar Íslands í leiknum:

Janus Daði Smárason 7, Ómar Ingi Magnússon 6, Rúnar Kárason 3, Bjarki Már Elísson 2, Vignir Svavarsson 2, Arnór Atlason 2, Arnór Þór Gunnarsson 1, Guðjón Valur Sigurðsson 1, Gunnar Steinn Jónsson 1, Tandri Már Konráðsson 1, Björgvin Páll Gústavsson 1.

Björgvin Páll Gústavsson varði 14 skot og Aron Rafn Eðvarðsson varði 2 skot. 

Á sunnudagskvöld mætir íslenska liðið því danska í lokaleik mótsins. Leikurinn hefst kl. 19.15 og verður sýndur í beinni útsendingu á RÚV2.